5 framsæknustu fyrirtæki Evrópu á Íslandi

Það er vissulega gaman að fylgjast með framsækni íslenskra fyrirtækja. Útrásargleði Íslendinga virðist vera takmarkalaus og menn óhræddir við að takast á við nýja markaði. Á ári hverju kynna samtökin Europe's 500 framsæknustu fyrirtæki Evrópu og það kemur kannski engum á óvart að þar á blaði er að finna 5 íslensk fyrirtæki, en þetta eru Avion, Creditinfo, Kögun, TM Software og Össur. Störfum í þessum fyrirtækjum fjölgaði um rétt tæplega 6. þús. manns á tveimur árum. Þetta segir ýmislegt um það umhverfi sem þessum fyrirtækjum hefur verið skapað hér á landi af stjórnvöldum, nú og að sjálfsögðu framsækni og metnað þeirra einstaklinga sem þar starfa.


Upp með sokkana

Ég var að hlusta viðtal við Björk OKKAR Íslendinga á Rás 2 og hún sagði þessa fleygu setningu "upp með sokkana" mér fannst þetta nokkuð flott orðatiltæki hjá henni. Ég skildi merkinguna þess þannig að láta vaða eða henda sér í djúpu laugina. Hún sagðist ávallt vera stressuð fyrir tónleika á Íslandi, en ætlaði ekki að láta það á sig fá og ákvað að breyta út af venju og hefja eins og hálfs árs heimstónleikaferðalag sitt hér á Fróni. Alltaf mögnuð, hún Björk. Mér hefur alltaf fundist hún frábær tónlistamaður og keypti mér fyrstu plötuna hennar Debut um árið, sem var víst 1993 samkvæmt viðtalinu. Verð að viðurkenna að mér brá örlítið þegar ég gerði mér grein fyrir að síðan eru liðin 14 ár. Getur það verið?Shocking

Ég þekki ekki marga aðdáendur Bjarkar á Íslandi, allavega ekki í kringum mig, ef e-h reynast slíkir þá bið ég þá vinsamlegast að gefa sig fram við. Mig langar mjög mikið á tónleikana 9. apríl og væri til í að fara á þá í góðum félagsskap...


Þögn Samfylkingarinnar einkennileg

Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins um helgina, þó ekki með mjög sannfærandi hætti. Tæplega 90 atkvæði greindu á milli þeirra sem voru fylgjandi stækkun og á móti. Fyrir mitt leiti þá harma ég ekki þessa niðurstöðu eins og einhverjir myndu halda, en af mörgum ástæðum finnst mér ekki spennandi kostur að álverið í Straumsvík breiði svo mikið úr sér.

Sjónmengun er eitt, loftmengun er hitt, ég kann ekki við hótanir stórfyrirtækja um að hverfa af landi brott fái þau ekki sínu fram, eins skil ég rök þeirra sem búa í firðinum að þeim finnist nóg sem fyrir er og að þeir vilji ekki fá álverið við túnfótinn. Hins vegar er eðlilegt að fyrirtækið vilji stækka og þróast og auka hagkvæmni í sínum rekstri eins og Rannveig Rist hefur komið inn á. Tekjur og atvinna Hafnfirðinga eru líka rök fyrir stækkun álversins, þannig að ég á auðvelt með að skilja að fólk hafi skipst í tvo nánast jafnstóra hópa í þessu máli.

Það sem ég á hins vegar erfitt með að skilja er þögn forystu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði um málið. Hvað hefur breyst frá því í haust þegar bæjarstjórinn lýsti því yfir að han væri fylgjandi stækkun? Og hvað með yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar um að Samfylkingin myndi beita sér fyrir því að ef stækkunin yrði að veruleika þá myndi hún reyna að stöðva áformin. Þetta eru einkennileg skilaboð rétt áður en boðað er íbúalýðræði, sem augljóslega átti svo að virða að vettugi hentaði niðurstaðan ekki fylkingunni. Fólki er væntanlega flugvallarkosningin enn í fersku minni, þar sem óþægilegri niðurstöðu stungið var undir stól.

Það vildi bara svo heppilega til núna að niðurstaðan var formanninum að skapi og passar inn í kosningabaráttuna.

Út frá þessari nýjustu frétt að dæma virðist sem hér hafi einungis verið um sýndarlýðræði að ræða, þar sem meirihluti bæjarstjórnar Hafnafjarðar hafi ekki treyst sér í að taka þessa ákvörðun vegna pólitískra hagsmuna. Álverið getur stækkað þrátt fyrir þær kosningar sem fram fóru um helgina, þetta kemur ekki á óvart.


mbl.is Stækkun álversins rúmast innan núverandi deiliskipulags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var sárt

Nú er að duga eða drepast á fimmtudaginn, en þá verður sannkallaður úrslitaleikur á milli Snæfells og KR. Ég hef trú á að mínir menn hafi þetta - Snæfell hefur alla burði til þess að sigra KR þrátt fyrir úrslit leiksins í kvöld. Þetta er bara spurning um þeir sýni hvað í þeim býr, spila sterka vörn eins og þeim er einum lagið og setja boltan í körfuna, hljómar einfaltSmile  ÁFRAM SNÆFELL!!
mbl.is KR vann og fær oddaleik á heimavelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverður fundur

Málþing Vöku, 29. mars 2007

Grænir stjórnmálamenn og lobbýistar

Nú virðist sem umhverfismálin ætli að verða vendipunktur í kosningum og hefur hver flokkurinn á fætur öðrum tekið þessi mál upp á sína arma í því augnamiði að lyfta fylgi síns flokks. Stjórnmálamenn keppast um að vera hver öðrum grænni, en samt vilja fáir vera þekktir fyrir að kenna sig við flokkinn sem átt hefur græna litinn í gegnum tíðina, Framsóknarflokkinn.

 

Frambjóðendur allra flokka fengu nýverið sent heim að dyrum manifesto frá einum öflugustu lobbýistasamtökum Íslands fyrir þessar kosningar, en þar er tilvonandi stjórnmálamönnum boðið að skrifa undir sáttmála Framtíðarlandsins um framtíð Íslands og gerast þannig grænir stjórnmálamenn. Fyrr í vetur ákváðu þessi sömu samtök að gerast ekki pólitísk samtök. Upp frá Framtíðarlandinu hefur hins vegar stjórnmálaflokkurinn Íslandshreyfingin sprottið sem skipuð er að einhverju leiti af sama fólki og situr í stjórn Framtíðarlandsins og hefur svipaðar málefnaáherslur. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart að til verði öflug lobbýistasamtök sem styðja við ákveðna stjórnmálaflokka. Stjórnmálamenn hefðu getað gefi sér þetta um leið og þeir samþykktu lög um fjármál stjórnmálaflokkanna. Ef eitthvað er þá er líklegt að fleiri slík samtök muni spretta upp til hliðar við stjórnmálaflokkana á næstu árum.

Það sem er varhugavert við þessa þróun er stjórnmálaflokkarnir eru nú að mestu leiti á framfæri ríkisins og hafa því úr takmörkuðu fjármagni að spila og geta því átt erfitt með að etja kappi við lobbýistasamtök sem hafa ótakmarkað svigrúm til auglýsinga og lobbýisma. Með þessu er ekki verið að segja að setja eigi reglur um fjármál félagasamtaka líkt og stjórnmálaflokka, einungis er verið að benda á þennan fylgifisk laga um fjármál stjórnmálaflokka, sem mun að öllum líkindum verða meira ráðandi í umræðunni á komandi árum.

 

ESB fyrir Ísland?

Í tilefni fimmtugsafmælis Rómarsáttmálans þá tel ég við hæfi að birta fyrsta partinn úr ræðu sem ég flutti nýlega um ESB:

The European Union is a great idea. Its existence has promoted peace on the mainland the last sixty years. Without peace, progress is impossible, peace and economic growth go hand in hand. From this point of view the  European Union has proven its value.

_

The European Union is also a great idea for states that have reacently gained their independence again and are now on the path of democracy, rule of law and market economy. It’s a great idea for states that do not have the settings were the core value is progress, states that do not have international credit, states were opportunities are few.

_

The EU is in that matter a great idea for those who need it, for the people of the continent that aren´t as fortunate. For these states the European Union is an desirable option. For states like that the disadvantages that follow membership,  are light in comparison with the gain of entering the Union. Iceland is not one of those states!

_

Framhaldið verður birt á www.frelsi.is í dag.

_

Góða helgi, ég er farin til Víkur í Mýrdal, nýjir landvinningar um hverja helgi!

 


mbl.is Fimmtugsafmæli ESB í Róm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sambandsleysi ....

Það er ekki lítið óþolandi að vera ekki með nettengingu heima við. Þrátt fyrir að ég verji ekki miklum tíma heima hjá mér þá er þetta ástand óbærilegt og sambandsleysið bitnar ótneitanlega á uppfærslum bloggsins. Það mætti eiginlega heimfæra þetta á karlmannsleysið,  svipað ástand í þeim málumBlush

Magnaður náungi:

http://www.dailymotion.com/video/x1c81n_joseph-beatboxing-at-nouvelle-star 

 


Blíða á Suðurlandi?

Ég er stödd á Suðurlandi og hér blaktir ekki strá, samt sem áður lítur allt út fyrir það að ég sé föst hér sem eftir lifir dags miðað við fréttir í öllum helstu fjölmiðlum landsins.


mbl.is Vitlaust veður á Suðurlands- og Vesturlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin á fast land

Mikið er ég fegin að vera komin á fast land. Ferðin heim með Herjólfi var alls ekki eins ljúf og ferðin til Eyja. Ég ásamt nokkrum öðrum vorum mjög sjóveik, nefni engin nöfn, en einhvernveginn tengist sjóveiki karlmennsku. FootinMouth Ég stóð reyndar í þeirri trú að ég yrði ekki sjóveik, en svona er þetta, maður ræður ekkert við þetta.

Eyjaferðin var að sjálfsögðu algjör snilld frá upphafi til enda og kann ég Eyverjum bestu þakkir fyrir frábærar móttökur. Alltaf gaman að hitta eyjaskeggja.

Pólitíkin: Nú er Alþingi búið með sinn kvóta þetta starfsárið og er það vel. Það er heljarinnar verk að fara yfir þau mál sem voru kláruð og ekki kláruð síðastliðinn laugardag, mér skilst að 51 mál hafi legið fyrir að klára þann daginn. Verð að lýsa vonbrigðum mínum með áfengisfrumvarpið, en þetta var í fjórða sinn sem frumvarpið var lagt fyrir Alþingi. Það er magnað hversu mikil forræðishyggja er innan veggja Alþingis og í öllum flokkum. Það var hins vegar ánægjulegt að fyrningarfrestur í kynferðisafbrotamálum gegn börnum var afnuminn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Erlan

Höfundur

Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Erla Ósk Ásgeirsdóttir

Heimdellingur með meiru.....

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • d-sv4
  • d-rn4
  • d-su2
  • d-su3
  • d-su4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 582

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband