Ég myndi hugsa mig tvisvar um væri ég í Starfsgreinasambandinu

Mér fannst ótrúlegt að hlusta á viðtal við framkvæmdastjóra Starfgreinasambandsins í morgun á Bylgjunni. Maðurinn hélt því fram að búið væri að ákveða að Landsvirkjun yrði einkavædd, Kjartan Gunnarsson yrði forstjóri og að búið væri að úthluta S-hópnum svokallaða ákveðinn hluta af kökunni. Þessar samsæriskenningar framkvæmdastjórans voru svo birtar á heimasíðu Starfgreinasambandsins. Það er augljóst að maðurinn misnotar aðstöðu sína í pólitískum tilgangi. Ég myndi hugsa mig tvisvar um ef að ég í Starfsgreinasambandinu.

Það sem mér fannst jafnframt merkilegt var að fjölmiðlar gleyptu þessar samsæriskenningar alveg hráar og birtu þetta sem fyrstu frétt. Þar með náði þessi ágæti maður sínu fram - ég vona að fjölmiðlar vandi sig betur og reyni að sjá fyrir þegar menn koma fram undir fölsku flaggi í pólitískum tilgangi.

Þetta var í raun engin frétt, Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki í felur með ályktanir sínar eins og má sjá á svörum forsætisráðherra í þessari frétt. Í ályktun um umhverfismál og auðlyndanýtingu á Landsfundi kom eftirfarandi fram varðandi íslensk orkufyrirtæki:

Íslensku orkufyrirtækin eru í dag leiðandi þekkingarfyrirtæki Landsfundur fagnar aðkomu einkaaðila að útrás orkufyrirtækjanna. Tímabært er að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í þeirri útrás. Landsfundur leggur til að skoðaðir verði kostir þess að færa eignarhald ríkisins á orkufyrirtækjum yfir til einkaaðila, sérstaklega með tilliti til samkeppnis- og jafnræðissjónarmiða.


mbl.is Telur líklegt að fleiri orkufyrirtæki verði einkavædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Erlan

Höfundur

Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Erla Ósk Ásgeirsdóttir

Heimdellingur með meiru.....

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • d-sv4
  • d-rn4
  • d-su2
  • d-su3
  • d-su4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband