Er þriggja flokka vinstri stjórn það sem koma skal?

Skoðanakannanir undanfarna daga hafa sýnt að líkurnar hafa aukist verulega á að hér verði mynduð þriggja flokka ríkisstjórn eftir kosningar. Jafnframt hefur kaffibandalagið líst því yfir að flokkarnir séu tilbúnir í slíka stjórn. Steingrímur J. hefur afsalað sér tilkalli til forsætisráðherrastólsins svo lengi sem hann geti sest við stjórnvölinn, en það er breyting frá því sem áður hefur komið fram.

Slík stjórn yrði án þátttöku Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnmálaflokks Íslands. Mikilvægt er að fólk átti sig á því að við slíkar aðstæður verður erfitt að koma stefnu og hugsjónum flokksins í framkvæmd og fylgja eftir þeirri framtíðarsýn sem flokkurinn starfar eftir.

Ég sé ekki vinstriflokkana tryggja áframhaldandi efnahagslegar framfarir og hagfelld skilyrði atvinnulífsins hér á landi, en það hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert og mun halda áfram að gera.

Fram hefur komið í könnunum að mikill meirihluti þjóðarinnar vill fá ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins og undir forystu Geirs H. Haarde. Þar endurspeglast það traust sem flokkurinn og verk hans undanfarin ár nýtur og til þess að svo geti orðið áfram, þarf Sjálfstæðisflokkurinn að fá góða kosningu á laugardaginn.

Eina leiðin til að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í ríkisstjórn er að setja X við D á morgun laugardag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Erlan

Höfundur

Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Erla Ósk Ásgeirsdóttir

Heimdellingur með meiru.....

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • d-sv4
  • d-rn4
  • d-su2
  • d-su3
  • d-su4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 492

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband