Færsluflokkur: Bloggar

DV í boði Samfylkingarinnar?

Það brá mörgum í brún er blaðið DV birtist skyndilega í póstkassanum hjá þeim í dag. Blaðið hefur hingað til einungis verið selt í lausasölu og því ekki verið dreift í hús til þeirra sem hafa engan áhuga á að lesa það.

Þegar blaðinu er flett runnu eflaust tvær grímur á marga því í ljós að í blaðinu var ekki gerð minnsta tilraun til hlutlausrar umfjöllunar um menn og málefni heldur var þarna um ómengaðan áróðurssnepil fyrir vinstri flokkanna að ræða.

Það er forvitnilegt að bera blaðið saman við þann áróður sem haldið hefur verið uppi á svæsnustu bloggsíðum Samfylkingarmanna þar sem menn hafa lagst ótrúlega lágt í tilraunum til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Samhljómurinn á milli DV og þessara bloggsíðna er ótrúlegur og vart hægt að trúa öðru en að um samstilla herferð sé að ræða. Því vaknar óneitanlega spurningin: Er þetta eintak af DV kostað af Samfylkingunni eða öflum innan hennar?

Sorglegt er að Samfylkingin skuli hafa haft forgöngum að draga kosningabaráttuna niður á rætið og ómerkilegt plan. Má nefna yfirlýsingar þingmannsefna um að aðrir stjórnmálaflokkar séu "glæpagengi" og myndskeiða sem dreift er á netinu.

 

 Er þetta sú pólitík sem Samfylkingin vill reka? Aðrir flokkar hafa eftir því sem best verður séð reynt að halda kosningabaráttunni á siðuðu plani.

 

Látum ekki Samfylkinguna og DV draga íslenska stjórnmálaumræðu ofan í svaðið.


Breytingar breytinganna vegna

Þeim fjölgar ört stjórnarandstæðingunum sem halda því fram að skipta þurfi um ríkisstjórn einfaldlega vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið svo lengi við völd. Það kemur reyndar ekki á óvart að stjórnarandstaðan skuli nota þessi rök þar sem þeim hefur ekki tekist að koma með neina haldbæra ástæðu fyrir því hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn ætti að víkja úr ríkisstjórn.

Mikil endurnýjun hefur orðið í frambjóðendahópi flokksins og samkvæmt nýjustu könnunum stefnir í að nærri helmingur þingmannahóps flokksins verði nýir þingmenn, það sama verður hins vegar ekki sagt um stjórnarandstöðuflokkana. 

Jafnframt má benda á að rúmlega helmingur þjóðarinnar treystir Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins best til þess að leiða næstu ríkisstjórn, ekki nóg með það þá vill meirihluti kjósenda að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Þetta bendir til þess að Íslendingar telji að sjálfstæðisstefnan hafi verið þeim farsæl undanfarin sextán ár. Stefna Sjálfstæðisflokksins felur ekki í sér neina stöðnun, heldur á hún enn fullt erindi við þjóðina.  Meðal þess sem stefnan hefur leitt af sér undanfarin ár er lækkun skatta, aukinn kaupmáttur, minnsta atvinnuleysi í Evrópu, stöðugur hagvöxtur, fleiri háskólar, lægri virðisaukaskattur, afnám ákveðinna skatta, erlendar skuldir ríkisins greiddar upp, ríkissjóður rekinn með afgangi á þessu kjörtímabili, framlög til heilbrigðismála með þeim hæstu í heiminum, stóraukin framlög til menntamála og svo mætti lengi telja.

Mikilvægt er að tryggt sé að hér sé viðhaldið frjálsu og umburðarlyndu samfélagi, þar sem allir einstaklingar hafa jöfn tækifæri og skapaðar séu aðstæður þar sem framkvæmdakraftur einstaklinga og fyrirtækja fær notið sín.

Rökin um breytingar breytinganna vegna, eru haldlítil þegar litið er til þess árangurs sem náðst hefur undir forystu Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár.

 


Ungir sjálfstæðismenn fjölmenna í Vesturbæinn

Í dag, mánudag, ætla ungir sjálfstæðismenn að fjölmenna í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins í JL-húsinu við Hringbraut. Opið hús verður á milli kl. 17 og 22 og verða léttar veitingar í boði. Allir velkomnir.


Það er munur á einkarekstri og einkavæðingu

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki innleiða bandaríska kerfið í heilbrigðismálum! Það er vanþekking á hugtakinu einkarekstur að halda því fram.

Það er munur á einkarekstri og einkavæðingu.

Einkarekstur merkir t.d. að gerður er samningur við einkaaðila um rekstur viðkomandi stofnunar. Það þýðir að stofnunin er áfram rekin á opinberu fé með ákveðnum skilyrðum, en einkaaðilar sjá um reksturinn t.d. er Reykjalundur dæmi einkarekstur. 

Einkavæðing merkir hins vegar að viðkomandi stofnun er í eigu og rekstri einkaaðila t.d. eru bankarnir skýrt dæmi um einkavæðingu. 

Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi því að einkaaðilar komi meira að rekstri heilbrigðiskerfins.  Í dag fara um 40% beint úr ríkiskassanum í heilbrigðismál og því mikilvægt að tryggja hagkvæma nýtingu þess fjármagns. Eins og sjá má hér að neðan í þessum útdrætti úr ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins um velferðarmál, þá kemur hvergi fram að ætlunin sé að selja spítalana til einkaaðila.

 

Landsfundur leggur áherslu á rétt allra landsmanna til fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Landsfundurinn vill nýta kosti fjölbreyttra rekstrarforma á sem flestum sviðum og tryggja þannig hagkvæma nýtingu opinbers fjármagns.

Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda almannatryggingum og að heilbrigðisþjónusta sé að mestu greidd úr sameiginlegum sjóðum. 

Lagt er til að sjálfstæðum aðilum verði í auknum mæli gefið færi á að taka að sér verkefni á sviði heilbrigðis- og velferðarþjónustu og að kostir einstaklingsframtaks verði nýttir á þessu sviði. Má þar t.d. nefna góða reynslu af samningum um einkarekna heilsugæslu. Áhersla er lögð á fjölbreytt framboð þjónustu, gott aðgengi að upplýsingum um hana og að fagstéttum verði ekki mismunað hvað varðar þjónustusamninga við Tryggingastofnun ríkisins.

 

Á þessum link má sjá ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksin um velferðarmál í fulltri lengd: http://www.xd.is/xd/2007/landsfundur/?ew_news_onlyarea=&ew_news_onlyposition=3&cat_id=53459&ew_3_a_id=276532


6 dagar til kosninga

Það kemur mér virkilega á óvart að sex dögum fyrir kosningar eigi tæp 30% kjósenda eftir að gera upp hug sinn. Það er að sjálfsögðu mjög gaman að sjá hversu margir hugsa sér að styðja Sjálfstæðisflokkinn áfram til góðra verka, enda tel ég að Sjálfstæðisstefnan hafi verið okkur farsæl og hún eigi fullt erindi áfram við landsmenn.
mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eykst samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesta fjölmiðlafrelsi í heiminum á Íslandi

Samkvæmt skýrslu bandarísku samtakanna Freedom House þar sem gerð var úttekt á fjölmiðlafrelsi í 195 löndum, njóta fjölmiðlar á Íslandi mests frelsis í heiminum, en minnsta frelsið var í Myjanmar, Kúbu, Líbíu, Norður-Kóreu og Túrkmenistan.
Tæp 40 prósent þjóða heimsins töldust hafa fullt frelsi fjölmiðla, 30 prósent að hluta til og 32 prósent töldust ekki njóta frelsis í fréttaflutningi. Átján prósent íbúa heimsins búa í löndum með frjálsum fjölmiðlum meðan 39 prósent hafa frjálsa fjölmiðla að hluta til og 43 prósent njóta ekki frelsis fjölmiðla.
Við getum verið stolt af því að hér sé frelsi fjölmiðla mest í heiminum, tjáningarfrelsi er einn af grundvallarþáttum lýðræðisins.

Úfff

Það voru ekki allir á eitt sáttir með niðurstöðu leiksins í kvöld. Fjöldi fólks var samankominn í kosningamiðstöðinni okkar í Húsi verslunarinnar til þess að horfa á leikinn. Flestir voru stuðningsmenn Man United og því heyrðust mikil læti um alla miðstöðina þrisvar sinnum í kvöld og sumir þoldu ekki við eftir fyrstu tvö mörkin og yfirgáfu svæðið. Þessir tveir stuðningsmenn Milan sem mættir voru fögnuðu í hljóði ....Whistling
mbl.is AC Milan í úrslitaleikinn gegn Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Erlan

Höfundur

Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Erla Ósk Ásgeirsdóttir

Heimdellingur með meiru.....

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • d-sv4
  • d-rn4
  • d-su2
  • d-su3
  • d-su4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband