Færsluflokkur: Bloggar
17.3.2007 | 21:11
Áfram Snæfell!!
Djöfull er ég stolt af hólmurunum - snilllingar. Ekki nóg með að þeir séu komnir í undanúrslit, þá unnu þeir Keflavík á útivelli, og fyrir þá sem ekki þekkja til, er ekkert erfiðara fyrir Snæfell en að vinna Keflvíkinga á þeirra heimavelli. Við (takið eftir, eigna mér að sjálfsögðu hlutdeild í sigrinum) höfum oftar en ekki tapað fyrir keflavíkur-hraðlestinni eins og þeir vilja kalla sig, á útvelli.
Ég hef fulla trú á að núna geti mínir menn tryggt sér sigur, og orðið Íslandsmeistarar. Keflavíkurliðið hefur einhvernvegin alltaf verið andleg fyrirstaða, og það segi ég vegna þess að þetta lið hefur oft farið ansi illa með okkur í úrslitaleikjum. Tími Snæfells er kominn (eins og Jóhanna Sigurðardóttir myndi orða það), nú er bara um að gera að sína vígtennurnar og sigurviljann og klára dæmið. Áfram Snæfell!!
Verð að viðurkenna að það er ansi langt síðan ég hef farið á leik, en tauginn er sterk. Ég mæti alveg klár á næsta leik og vona að það geri aðrir hólmarar líka.
Pólitíkin: Er stödd í eyjum eins og er ásamt öðrum ungum sjálfstæðismönnum allstaðar af landinu. Við erum búin að koma okkur vel fyrir í félagsheimili Eyverja, sem er magnað fyrir margra hluta sakir. Annars vegar er fólkið frábært og aðstaðan mögnuð. Við erum búin að halda stjórnarfund og heimsækja nýjasta flaggskip íslenska flotans Vestmannaey VE 444, ásamt því að kíkja á bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Alltaf gaman að vera í eyjum.
Snæfell í undanúrslit - KR og ÍR eigast við í oddaleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2007 | 14:35
Ungir sjálfstæðismenn á ferð og flugi
Tilhugsunin við að vera fljúga til Eyja í dag var einhvernveginn ekki efst á óskalistanum þegar ég vaknaði í morgun. Skyggni ekkert og ekki einu sinni flogið frá Bakka, þá hlýtur veðrið að vera slæmt, því mér skilst að þeir flugkappar hræðist ekki neitt. Þá er það bara dallurinn, Herjólfur, hann skilar manni víst alltaf til Eyja. Ungir sjálfstæðismenn ætla að fjölmenna til Eyja, en SUS mun halda stjórnarfund í Eyjum og þræða eyjuna fram og til baka um helgina. Hlakka til að fara þrátt fyrir að þurfa að hætta lífi og limum í sjóferð, en eyjamenn eru þekktir fyrir einróma gestrisni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 19:50
Hvað skyldi nú vaka fyrir mönnum
Umfjöllun um auðlindaákvæðið hefur nú verið hætt í bili. Hvað skyldi nú vaka fyrir mönnum? Það er óskandi að menn dragi þetta alfarið til baka, það er ljóst að orðanokunin þjóðareign er að flækjast fyrir mönnum, sama hvar þeir standa í flokki, sérfræðingar og ekki sérfræðingar. Hitt er svo einnig óljóst hverju þetta skili.
Umfjöllun um stjórnarskrárfrumvarp hætt í bili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 18:21
Eldhúsdagsumræður
Ég veit ekki hversu margir Íslendingar sátu límdir yfir eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gær, en ég var ein af þeim og hafði nokkuð gaman af.
Magnaðst fannst mér að heyra muninn á málflutningi stjórnarliða og stjórnarandsstöðunnar hins vegar, það var eins og þetta fólk byggi ekki á sama landinu. Verð að segja að mér leiðist svona málflutningur, hann er í fyrsta lagi ekki trúverðugur og í öðru lagi er gengið út frá því að fólk fylgist ekki með. Fólk er ekki fífl. Mér finnst almenningur eiga betra skilið, en svona málflutning.
Það vita allir sem vilja vita að hér á landi hefur verið góðæri undanfarin ár, en það þýðir samt sem áður ekki að það sé ekkert eftir að gera. Það eru auðvitað mörg verkefni sem liggja fyrir stjórnmálamönnum að leysa. Ég efast ekki um að stjórnmálamennirnir okkar á Alþingi séu þar af góðum hug og vilji bæta umhverfi sitt og annarra og gera samfélagið okkar betra, en þegar það nálgast kosningar þá virðist það vera lenska hjá sumum stjórnmálamönnum, nefni engin nöfn, að reyna að gera sem minnst úr öðrum stjórnmálamönnum, þeirra verkum og skoðunum.
Það nennir enginn að hlusta á þetta, hvernig væri að beina sjónum að því sem viðkomandi einstaklingur, flokkur ætlar að gera. Í stað þess að rakka niður annarra manna verk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 12:07
Boston á Íslandi
Það er nóg um að vera þessa dagana eins og aðra, en það lítur út fyrir að þetta ár verði einstaklega skemmtilegt þar sem þrjár bestu vinkonur mínar eru að fara gifta sig á árinu. Þetta eykur pressuna á okkur einhleypingana í vinahópnum, eins og einhver kallaði þetta um daginn. Nú og svo verðum við allar þrítugar og ætlum í stelpuferð til Barcelona þegar fer að hausta. Þannig að það eru næg tilefni til þess að gleðjast og fagna á árinu.
Við vinkonurnar kíktum á kaffihúsið/skemmtistaðinn Boston í gær - verð að segja að þetta er góð viðbót í kaffihúsaflóruna í Reykjavík.
Pólitíkin: Umræðan um auðlindaákvæðið er í brennideplinum þessa dagana, það kemur ekki á óvart, en það er fundur um málið í HR núna í hádeginu sem gæti verið áhugavert að kíkja á. Við í Heimdalli létum heyra í okkur um málið í gær, sjá www.frelsi.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2007 | 09:57
Risin úr rekkju
Þá er ég loksins risin úr rekkju. Flensan náði í skottið á mér og ég hef legið í viku - netlaus og allslaus. Þannig að það hefur verið lítið um bloggfærslur, en ég lofa að bæta úr því. Þetta er samt hálfgert vandræðaástand að vera ekki með nettengingu heimavið. Ég er mjög háð því að komast á netið allan sólahringinn, þrátt fyrir að vera með síma með interneti þá dugar það ekki til. Þetta kemur með kalda vatninu. Nú ég var að rita grein á www.deigluna.com og læt hana fylgja með.
Þverpólitísk sátt um eitt ráðuneyti atvinnuvega
Í Fréttablaðinu kemur fram að þverpólísk samstaða sé um að tímabært sé að endurskoða málefnaskiptingu Stjórnarráðsins, en fyrir liggur að ráðuneyti má ekki setja á stofn né leggja af nema með lögum og er greining Stjórnarráðsins í ráðuneyti því undir löggjafanum komin. Fjöldi ráðuneyta er bundin í lög um Stjórnarráð Íslands frá 1969. Í dag eru ráðuneytin 14 talsins: Forsætisráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, fjármálaráðuneyti, Hagstofa Íslands, heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti, menntamálaráðuneyti, samgönguráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti,umhverfisráðuneyti,utanríkisráðuneyti og viðskiptaráðuneyti - og hefur þessi skipan verið nánast óbreytt frá setningu laganna að undanskyldu umhverfisráðuneytinu sem bættist við síðar.
Mikilvægt er að Stjórnarráðið verði aðlagað að breyttum aðstæðum og taki mið af þeim samfélags breytingum sem átt hafa sér stað frá því að lögin voru fyrst sett. Á þeim tíma voru stjórnvöld beinir þátttakendur í ákveðnum atvinnugreinum og atvinnulífið einhæft, en undanfarin ár hefur ríkisvaldið verið að losa sig út úr atvinnurekstri og þar með minnkað afskipti sín af atvinnulífinu. Það skiptir höfuð máli að atvinnulífið sé laust við álögur og afskipti af hálfu hins opinbera. Hlutverk stjórnvalda á að vera að skapa atvinnulífinu hagstæð rekstrarskilyrði á jafnræðisgrundvelli, en ekki ívilna ákveðnum atvinnugreinum sérstaklega. Ríkisvaldið á ekki að hafa sértæka stefnu í atvinnumálum. Nauðsynlegt er að tryggja að atvinnulífið sé sem fjölbreyttast og hlutverki ríkisins sé haldið í lágmarki.
Sameining og fækkun ráðuneyta hefur lengi verið í umræðunni og hafa ýmsar ólíkar hugmyndir verið settar fram þessu tengdar, en svo virðist sem forystumenn stjórnmálaflokkanna séu nú loksins sammála um að atvinnuvegaráðuneytin fjögur; sjávarútvegsráðuneytið, landbúnaðarráðuneytið, iðnaðarráðuneytið og viðskiptaráðuneytið, skuli sameinuð í einu ráðuneyti atvinnuvega. Þetta er mjög jákvæð þróun að mínu mati, enda kostir sameiningar margvíslegir.
Ætla verður að sameining þessara ráðuneyta hafi margþætt áhrif, en ljóst er að fjárhagslegt hagræði næst fram þar sem yfirbygging minnkar og ákveðin samlegðaráhrif nást fram. Aukin skilvirkni og hagkvæmni eru lykilþáttur í einföldun stjórnsýslunnar. Eitt öflugt ráðuneyti atvinnuvega í stað margra smárra stendur sterkara að vígi gegn utanaðkomandi áhrifum og minnkar jafnframt líkurnar á því að verkefni skarist eða heyri undir fleiri en eitt ráðuneyti. Með því að sameina krafta þessara ráðuneyta í einu verður sérfræðiþekkingin betur nýtt atvinnulífinu til hagsbóta.
Í dag eru tæplega 1/5 þingmanna ráðherrar - við sameiningu fyrrgreindra ráðuneyta myndi þeim fækka úr 12 í 10. Tímabært er að lög um Stjórnarráð Íslands séu endurskoðuð í heild sinni. Fram hafa komið ýmsar aðrar hugmyndir um breytingu á málefnaskipan ráðuneytanna sem eru margar hverjar áhugaverðar, en ekki verður farið nánar út í hér. Ljóst er að þverpólitísk sátt er um eitt ráðuneyti atvinnuvega nú er bara að vona að hugmyndin verði færð til framkvæmda sem fyrst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2007 | 15:37
Gleðilegan föstudag - ÍMARK - LÚÐUR
Bjórnum var fagnað vel á Ölstofunni í gær gríðarleg stemming, enda ærin ástæða bæði afmælið, nú og skattalækkunin. Fjöldi fólks lét sjá sig og það var einstaklega gaman að sjá hversu margir voru vel merktir flokknum Ég held að aldrei fyrr hafi eins margir Sjálfstæðismenn verið samankomnir á Ölstofunni.
Alltaf gaman að fá sér öl á fimmtudegi í góðra vina hópi!
Í dag er ÍMARK dagur aka Íslenski markaðsdagurinn, en hann ber yfirskriftina Ný þurrkublöð á framrúðuna, ég veit. Very strange og fönký, en svona er nú markaðsfólkið. Kíkti aðeins á ráðstefnuna og verð að segja að Fjalar hjá Reyka Vodka sló í gegn. Hlakka til að sjá auglýsingarnar frá þeim.
Í kvöld verður Lúðurinn svo veittur sem eru íslensku auglýsingaverðlaunin og Landsbankinn er tilnefndur í sjö flokkum. Þannig að Landsbanka-liðið mætir að sjálfsögðu á verðlaunin og þar með talin ég. Það er gaman að vera í Landsbanka-liðinu, þetta er svona tilfinning eins og að vera hólmari og halda með Snæfell. Maður heldur með Landsbankanum. Einhverjum kann að finnast þetta hallærislegt, en svona er andinn góður.
Góða helgi ... er netlaus heima sem stendur ... alla prossima
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 12:11
Afmæli bjórsins og lægri VaSKur
1. mars hefur alltaf verið góður dagur í mínum huga. Ég man eftir að hafa fagnað 10 ára afmæli bjórsins. Það var ekki leiðinlegt, við vinkonurnar þræddum barina, en þá var bjórinn seldur á 1 krónu stykkið á nokkrum stöðum í borginni og því mjög gaman fyrir námsmanninn að geta boðið bjór á línuna fyrir tíkall.
Annars er það hreint ótrúlegt að það séu einungis 18 ár síðan bjórinn var leyfður, það er magnað hversu sterk forræðishyggja ákveðinna alþingismanna getur verið.
Okkur var lengi vel ekki treystandi til þess að drekka bjór, en þrátt fyrir að þessi jákvæða breyting hafi átt sér stað fyrir 18 árum þá hafa lög tengd víni, bjór og áfengi almennt ekki breyst svo mikið síðan þá. Enn í dag er engum öðrum en ÁfengisogTóbaksVerslunRíkisins treyst til þess að selja áfengi. Frjáls verslun með áfengi hefur ekki fengið hljómgrunn á alþingi. Er ekki kominn tími til þess að alþingismenn leggi niður einokunarverslunina ÁTVR og gefi áfengissölu frjálsa?
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík ætlar að fagna afmæli bjórsins í dag.
Annars vegar með stöðu fyrir utan ÁTVR í Austurstræti frá 16.30!
Hins vegar með Bjórfögnuði á Ölstofunni kl. 20.00 í kvöld! Allir unnendur bjórsins eru að sjálfsögðu velkomnir, en félagið mun bjóða upp á bjór svo lengi sem birgðir endandast.
SKÁL
Jafnframt munum við skála fyrir lækkuðum virðisauka og eiga stjórnvöld heiður skilið fyrir þetta skref sem stigið er til þess að lækka matvælaverð á Íslandi. Nú er bara að vona að þetta skili sér í pyngjur landsmanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2007 | 12:53
End of an Era
Þá er ég flutt af Eggertsgötunni og menntagöngunni svona nokkurnvegin lokið - Garðalífið alla veganna búið. Ég skilaði mínum fimm árum þar og er ótrúlega sátt við það - þetta var góður tími. Ég fór ekki langt, er komin í 107, aðeins nær KR-vellinum. Ekki að ég haldi með KR, Snæfell er að sjálfsögðu mitt lið sem áður fyrr. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er það íþróttafélagið í Stykkishólmi.
Framundan eru mikil skemmtilegheit, heimsókn á Bessastaði, en í dag verða Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands afhent http://nsn.is/nyskopunarverdlaun/tilnefningar-2007/. Það er að sjálfsögðu gaman að vera viðstödd þess afhendingu, verð þó að viðurkenna að ég er ekki að deyja úr spenningi yfir að hitta forseta voran.
Pólitíkin: Það er áhugavert að sjá hversu mikið veður á stjórnarandstöðunni þessa dagana, fólk virðist vera orðið ansi blóðþyrst í slag. Það er allt dregið fram og ýmsar tilraunir gerðar til þess að næla sér í fleiri prósent í skoðanakönnunum. Ég verð að segja að ég efast um að sumar þessara hugmynda skili sér í kassan hjá viðkomandi flokkum. Ég efast til dæmis um að tillögur VG til skattahækkana og hugmyndir um kynjakvóta á alþingi og í stjórnum fyrirtækja séu vænlegar til árangurs. Hvaða einstaklingur vill borga hærri skatta? Er vænlegt að hækka skatta á fyrirtæki? Viljum við virkilega að stjórnendur fyrirtækja þurfi að hugleiða hvort það sé vænlegt að setja niður fyrirtæki hér og/eða starfa áfram við breyttar aðstæður. Það hefur sýnt sig að lægri skattar á fyrirtæki hafa skilað meiru í ríkiskassan, en hærri skattar. Hvers vegna í ósköpunum ættum við þá að hækka skattana, hvaða rökstuðningur er á bak við þá hugmynd. Er það bara í þeim eina tilgangi að minnka muninn á milli tekjuskatts á einstaklinga og á fyrirtæki?
Nú jafnframt hafa aðrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar látið hafa eftir sér að þeir vilji setja á kynjakvóta þ.e. mismuna kynjunum með lögum. Hver vill hverfa aftur til lagalegrar mismunanar? Eru það ekki sjálfsögð mannréttindi að fólk sé jafnt fyrir lögunum? Hvaða kona vill komast inn á alþingi á grundvelli lagalegrar mismunar? eða í stjórn fyrirtækis? EKKI ÉG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2007 | 23:37
Blogg í fæðingu
Maður telst ekki maður með mönnum nema að vera með bloggsíðu þannig að ég ákvað að slást í hópinn og gerast bloggari - næsta skref hlýtur að vera að gerast Mæspeisari.
Hér á næstu dögum ætla ég að koma hugsunum mínum og hugleiðingum á framfæri fyrir mig, nú og aðra áhugasama.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Erlan
Bloggvinir
- otti
- andres
- andriheidar
- arnljotur
- abg
- audureva
- arnih
- astamoller
- vikari
- bleikaeldingin
- borgar
- doggpals
- ekg
- einsidan
- eyrun
- ea
- fannarh
- grazyna
- gutti
- heimsborgari
- grj
- hannesgi
- hannesjonsson
- helgahaarde
- herdis
- hlynur
- ingisund
- golli
- ingo
- johannalfred
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- karifi
- killerjoe
- kolbrunb
- kristinhrefna
- kristinmaria
- lydur06
- maggaelin
- martasmarta
- olofnordal
- pkristbjornsson
- doktorper
- reynir
- advocatus-diaboli
- danmerkufarar
- stefaniasig
- stebbifr
- eyverjar
- svansson
- villithor
- thorsteinn
- vitinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar