End of an Era

Þá er ég flutt af Eggertsgötunni og menntagöngunni svona nokkurnvegin lokið - Garðalífið alla veganna búið. Ég skilaði mínum fimm árum þar og er ótrúlega sátt við það - þetta var góður tími. Ég fór ekki langt, er komin í 107, aðeins nær KR-vellinum. Ekki að ég haldi með KR, Snæfell er að sjálfsögðu mitt lið sem áður fyrr. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er það íþróttafélagið í Stykkishólmi.

Framundan eru mikil skemmtilegheit, heimsókn á Bessastaði, en í dag verða Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands afhent http://nsn.is/nyskopunarverdlaun/tilnefningar-2007/. Það er að sjálfsögðu gaman að vera viðstödd þess afhendingu, verð þó að viðurkenna að ég er ekki að deyja úr spenningi yfir að hitta forseta voran.

Pólitíkin: Það er áhugavert að sjá hversu mikið veður á stjórnarandstöðunni þessa dagana, fólk virðist vera orðið ansi blóðþyrst í slag. Það er allt dregið fram og ýmsar tilraunir gerðar til þess að næla sér í fleiri prósent í skoðanakönnunum. Ég verð að segja að ég efast um að sumar þessara hugmynda skili sér í kassan hjá viðkomandi flokkum. Ég efast til dæmis um að tillögur VG til skattahækkana og hugmyndir um kynjakvóta á alþingi og í stjórnum fyrirtækja séu vænlegar til árangurs. Hvaða einstaklingur vill borga hærri skatta? Er vænlegt að hækka skatta á fyrirtæki? Viljum við virkilega að stjórnendur fyrirtækja þurfi að hugleiða hvort það sé vænlegt að setja niður fyrirtæki hér og/eða starfa áfram við breyttar aðstæður. Það hefur sýnt sig að lægri skattar á fyrirtæki hafa skilað meiru í ríkiskassan, en hærri skattar. Hvers vegna í ósköpunum ættum við þá að hækka skattana, hvaða rökstuðningur er á bak við þá hugmynd. Er það bara í þeim eina tilgangi að minnka muninn á milli tekjuskatts á einstaklinga og á fyrirtæki? 

Nú jafnframt hafa aðrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar látið hafa eftir sér að þeir vilji setja á kynjakvóta þ.e. mismuna kynjunum með lögum. Hver vill hverfa aftur til lagalegrar mismunanar? Eru það ekki sjálfsögð mannréttindi að fólk sé jafnt fyrir lögunum? Hvaða kona vill komast inn á alþingi á grundvelli lagalegrar mismunar? eða í stjórn fyrirtækis? EKKI ÉG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefanía Sigurðardóttir

Til hamingju með nýja aðsetrið, kem í heimsókn von bráðar

En varðandi að komast inn á þing og það, ég vil komast áfram á mínum verðleikum ekki vegna þess að ég er kona!

Stefanía Sigurðardóttir, 1.3.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Erlan

Höfundur

Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Erla Ósk Ásgeirsdóttir

Heimdellingur með meiru.....

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • d-sv4
  • d-rn4
  • d-su2
  • d-su3
  • d-su4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband