Afmæli bjórsins og lægri VaSKur

1. mars hefur alltaf verið góður dagur í mínum huga. Ég man eftir að hafa fagnað 10 ára afmæli bjórsins. Það var ekki leiðinlegt, við vinkonurnar þræddum barina, en þá var bjórinn seldur á 1 krónu stykkið á nokkrum stöðum í borginni og því mjög gaman fyrir námsmanninn að geta boðið bjór á línuna fyrir tíkall.

Annars er það hreint ótrúlegt að það séu einungis 18 ár síðan bjórinn var leyfður, það er magnað hversu sterk forræðishyggja ákveðinna alþingismanna getur verið. 

Okkur var lengi vel ekki treystandi til þess að drekka bjór, en þrátt fyrir að þessi jákvæða breyting hafi átt sér stað fyrir 18 árum þá hafa lög tengd víni, bjór og áfengi almennt ekki breyst svo mikið síðan þá. Enn í dag er engum öðrum en ÁfengisogTóbaksVerslunRíkisins treyst til þess að selja áfengi. Frjáls verslun með áfengi hefur ekki fengið hljómgrunn á alþingi. Er ekki kominn tími til þess að alþingismenn leggi niður einokunarverslunina ÁTVR og gefi áfengissölu frjálsa?

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík ætlar að fagna afmæli bjórsins í dag.

Annars vegar með stöðu fyrir utan ÁTVR í Austurstræti frá 16.30!

Hins vegar með Bjórfögnuði á Ölstofunni kl. 20.00 í kvöld! Allir unnendur bjórsins eru að sjálfsögðu velkomnir, en félagið mun bjóða upp á bjór svo lengi sem birgðir endandast.

SKÁL

Jafnframt munum við skála fyrir lækkuðum virðisauka og eiga stjórnvöld heiður skilið fyrir þetta skref sem stigið er til þess að lækka matvælaverð á Íslandi. Nú er bara að vona að þetta skili sér í pyngjur landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Innilega til hamingju með bloggið. Gaman að lesa og eignast enn einn frábæran bloggvin. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.3.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Erlan

Höfundur

Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Erla Ósk Ásgeirsdóttir

Heimdellingur með meiru.....

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • d-sv4
  • d-rn4
  • d-su2
  • d-su3
  • d-su4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband