15.3.2007 | 18:21
Eldhúsdagsumræður
Ég veit ekki hversu margir Íslendingar sátu límdir yfir eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gær, en ég var ein af þeim og hafði nokkuð gaman af.
Magnaðst fannst mér að heyra muninn á málflutningi stjórnarliða og stjórnarandsstöðunnar hins vegar, það var eins og þetta fólk byggi ekki á sama landinu. Verð að segja að mér leiðist svona málflutningur, hann er í fyrsta lagi ekki trúverðugur og í öðru lagi er gengið út frá því að fólk fylgist ekki með. Fólk er ekki fífl. Mér finnst almenningur eiga betra skilið, en svona málflutning.
Það vita allir sem vilja vita að hér á landi hefur verið góðæri undanfarin ár, en það þýðir samt sem áður ekki að það sé ekkert eftir að gera. Það eru auðvitað mörg verkefni sem liggja fyrir stjórnmálamönnum að leysa. Ég efast ekki um að stjórnmálamennirnir okkar á Alþingi séu þar af góðum hug og vilji bæta umhverfi sitt og annarra og gera samfélagið okkar betra, en þegar það nálgast kosningar þá virðist það vera lenska hjá sumum stjórnmálamönnum, nefni engin nöfn, að reyna að gera sem minnst úr öðrum stjórnmálamönnum, þeirra verkum og skoðunum.
Það nennir enginn að hlusta á þetta, hvernig væri að beina sjónum að því sem viðkomandi einstaklingur, flokkur ætlar að gera. Í stað þess að rakka niður annarra manna verk.
Um bloggið
Erlan
Bloggvinir
- otti
- andres
- andriheidar
- arnljotur
- abg
- audureva
- arnih
- astamoller
- vikari
- bleikaeldingin
- borgar
- doggpals
- ekg
- einsidan
- eyrun
- ea
- fannarh
- grazyna
- gutti
- heimsborgari
- grj
- hannesgi
- hannesjonsson
- helgahaarde
- herdis
- hlynur
- ingisund
- golli
- ingo
- johannalfred
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- karifi
- killerjoe
- kolbrunb
- kristinhrefna
- kristinmaria
- lydur06
- maggaelin
- martasmarta
- olofnordal
- pkristbjornsson
- doktorper
- reynir
- advocatus-diaboli
- danmerkufarar
- stefaniasig
- stebbifr
- eyverjar
- svansson
- villithor
- thorsteinn
- vitinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.