17.3.2007 | 21:11
Áfram Snæfell!!
Djöfull er ég stolt af hólmurunum - snilllingar. Ekki nóg með að þeir séu komnir í undanúrslit, þá unnu þeir Keflavík á útivelli, og fyrir þá sem ekki þekkja til, er ekkert erfiðara fyrir Snæfell en að vinna Keflvíkinga á þeirra heimavelli. Við (takið eftir, eigna mér að sjálfsögðu hlutdeild í sigrinum) höfum oftar en ekki tapað fyrir keflavíkur-hraðlestinni eins og þeir vilja kalla sig, á útvelli.
Ég hef fulla trú á að núna geti mínir menn tryggt sér sigur, og orðið Íslandsmeistarar. Keflavíkurliðið hefur einhvernvegin alltaf verið andleg fyrirstaða, og það segi ég vegna þess að þetta lið hefur oft farið ansi illa með okkur í úrslitaleikjum. Tími Snæfells er kominn (eins og Jóhanna Sigurðardóttir myndi orða það), nú er bara um að gera að sína vígtennurnar og sigurviljann og klára dæmið. Áfram Snæfell!!
Verð að viðurkenna að það er ansi langt síðan ég hef farið á leik, en tauginn er sterk. Ég mæti alveg klár á næsta leik og vona að það geri aðrir hólmarar líka.
Pólitíkin: Er stödd í eyjum eins og er ásamt öðrum ungum sjálfstæðismönnum allstaðar af landinu. Við erum búin að koma okkur vel fyrir í félagsheimili Eyverja, sem er magnað fyrir margra hluta sakir. Annars vegar er fólkið frábært og aðstaðan mögnuð. Við erum búin að halda stjórnarfund og heimsækja nýjasta flaggskip íslenska flotans Vestmannaey VE 444, ásamt því að kíkja á bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Alltaf gaman að vera í eyjum.
Snæfell í undanúrslit - KR og ÍR eigast við í oddaleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Erlan
Bloggvinir
- otti
- andres
- andriheidar
- arnljotur
- abg
- audureva
- arnih
- astamoller
- vikari
- bleikaeldingin
- borgar
- doggpals
- ekg
- einsidan
- eyrun
- ea
- fannarh
- grazyna
- gutti
- heimsborgari
- grj
- hannesgi
- hannesjonsson
- helgahaarde
- herdis
- hlynur
- ingisund
- golli
- ingo
- johannalfred
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- karifi
- killerjoe
- kolbrunb
- kristinhrefna
- kristinmaria
- lydur06
- maggaelin
- martasmarta
- olofnordal
- pkristbjornsson
- doktorper
- reynir
- advocatus-diaboli
- danmerkufarar
- stefaniasig
- stebbifr
- eyverjar
- svansson
- villithor
- thorsteinn
- vitinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þú heldur það,þið eigið eftir að koma í Njarðvík þeir eru með blóðbragð í munni og hlífa engum sem ekki eiga það skilið.Gangi þér allt í haginn og megi Guð þig geyma.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 17.3.2007 kl. 22:39
Það var mjög gaman að fá ykkur,
verðum í sambandi..
kv.
Margrét
Stjórn Eyverja, 18.3.2007 kl. 19:33
Takk fyrir allt í eyjum;) Vonandi náðiru að lifa af sjóferðina. Raggi Lunda-djammari hehe rip@hi.is
Ragnar Pétursson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.