25.3.2007 | 18:10
Grænir stjórnmálamenn og lobbýistar
Nú virðist sem umhverfismálin ætli að verða vendipunktur í kosningum og hefur hver flokkurinn á fætur öðrum tekið þessi mál upp á sína arma í því augnamiði að lyfta fylgi síns flokks. Stjórnmálamenn keppast um að vera hver öðrum grænni, en samt vilja fáir vera þekktir fyrir að kenna sig við flokkinn sem átt hefur græna litinn í gegnum tíðina, Framsóknarflokkinn.
Frambjóðendur allra flokka fengu nýverið sent heim að dyrum manifesto frá einum öflugustu lobbýistasamtökum Íslands fyrir þessar kosningar, en þar er tilvonandi stjórnmálamönnum boðið að skrifa undir sáttmála Framtíðarlandsins um framtíð Íslands og gerast þannig grænir stjórnmálamenn. Fyrr í vetur ákváðu þessi sömu samtök að gerast ekki pólitísk samtök. Upp frá Framtíðarlandinu hefur hins vegar stjórnmálaflokkurinn Íslandshreyfingin sprottið sem skipuð er að einhverju leiti af sama fólki og situr í stjórn Framtíðarlandsins og hefur svipaðar málefnaáherslur. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart að til verði öflug lobbýistasamtök sem styðja við ákveðna stjórnmálaflokka. Stjórnmálamenn hefðu getað gefi sér þetta um leið og þeir samþykktu lög um fjármál stjórnmálaflokkanna. Ef eitthvað er þá er líklegt að fleiri slík samtök muni spretta upp til hliðar við stjórnmálaflokkana á næstu árum.
Um bloggið
Erlan
Bloggvinir
- otti
- andres
- andriheidar
- arnljotur
- abg
- audureva
- arnih
- astamoller
- vikari
- bleikaeldingin
- borgar
- doggpals
- ekg
- einsidan
- eyrun
- ea
- fannarh
- grazyna
- gutti
- heimsborgari
- grj
- hannesgi
- hannesjonsson
- helgahaarde
- herdis
- hlynur
- ingisund
- golli
- ingo
- johannalfred
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- karifi
- killerjoe
- kolbrunb
- kristinhrefna
- kristinmaria
- lydur06
- maggaelin
- martasmarta
- olofnordal
- pkristbjornsson
- doktorper
- reynir
- advocatus-diaboli
- danmerkufarar
- stefaniasig
- stebbifr
- eyverjar
- svansson
- villithor
- thorsteinn
- vitinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill sem á brýnt erindi í umræðuna!
Kristín Hrefna, 25.3.2007 kl. 22:45
Mér finnst þetta nú óttalegt bull, hef meiri áhyggjur af fjáraustri stórfyrirtækja í stjórnmálamenn og flokka. Nú, að ég tali ekki um innheimtuaðferðir Sjálfstæðisflokksins, sbr. lýsingu Sigurðar G. Guðjónssonar á heimsókn fjáheimtumanna flokksins og skrifstofu Stöðvar2!
Auðun Gíslason, 25.3.2007 kl. 23:14
Hvað hefur breyst, hafði framsókn ekki alltaf Sambandið sem bakhjarl, Sjálfstæðisflokkurinn innheimti tíund sína af heildsölum, skipafélögum og iðnrekendum, kratarnir og kommarnir gengu í sjóði verkalýðshreyfingarinnar? Mér ekki farið að förlast svo minnið. Stjórnmálaflokkar verða að eiga bakland líka fjárhagslegt, annars eru þeir ekki neitt neitt.
Það er alveg sama hversu miklar reglur verða um fjármál stjórnmálaflokka. Það eru og hafa alltaf verið leiðir til að komast framhjá þeim. Að halda annað er barnaskapur.
Sveinn Ingi Lýðsson, 27.3.2007 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.