3.4.2007 | 00:36
Þögn Samfylkingarinnar einkennileg
Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins um helgina, þó ekki með mjög sannfærandi hætti. Tæplega 90 atkvæði greindu á milli þeirra sem voru fylgjandi stækkun og á móti. Fyrir mitt leiti þá harma ég ekki þessa niðurstöðu eins og einhverjir myndu halda, en af mörgum ástæðum finnst mér ekki spennandi kostur að álverið í Straumsvík breiði svo mikið úr sér.
Sjónmengun er eitt, loftmengun er hitt, ég kann ekki við hótanir stórfyrirtækja um að hverfa af landi brott fái þau ekki sínu fram, eins skil ég rök þeirra sem búa í firðinum að þeim finnist nóg sem fyrir er og að þeir vilji ekki fá álverið við túnfótinn. Hins vegar er eðlilegt að fyrirtækið vilji stækka og þróast og auka hagkvæmni í sínum rekstri eins og Rannveig Rist hefur komið inn á. Tekjur og atvinna Hafnfirðinga eru líka rök fyrir stækkun álversins, þannig að ég á auðvelt með að skilja að fólk hafi skipst í tvo nánast jafnstóra hópa í þessu máli.
Það sem ég á hins vegar erfitt með að skilja er þögn forystu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði um málið. Hvað hefur breyst frá því í haust þegar bæjarstjórinn lýsti því yfir að han væri fylgjandi stækkun? Og hvað með yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar um að Samfylkingin myndi beita sér fyrir því að ef stækkunin yrði að veruleika þá myndi hún reyna að stöðva áformin. Þetta eru einkennileg skilaboð rétt áður en boðað er íbúalýðræði, sem augljóslega átti svo að virða að vettugi hentaði niðurstaðan ekki fylkingunni. Fólki er væntanlega flugvallarkosningin enn í fersku minni, þar sem óþægilegri niðurstöðu stungið var undir stól.
Það vildi bara svo heppilega til núna að niðurstaðan var formanninum að skapi og passar inn í kosningabaráttuna.
Út frá þessari nýjustu frétt að dæma virðist sem hér hafi einungis verið um sýndarlýðræði að ræða, þar sem meirihluti bæjarstjórnar Hafnafjarðar hafi ekki treyst sér í að taka þessa ákvörðun vegna pólitískra hagsmuna. Álverið getur stækkað þrátt fyrir þær kosningar sem fram fóru um helgina, þetta kemur ekki á óvart.
Stækkun álversins rúmast innan núverandi deiliskipulags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Erlan
Bloggvinir
- otti
- andres
- andriheidar
- arnljotur
- abg
- audureva
- arnih
- astamoller
- vikari
- bleikaeldingin
- borgar
- doggpals
- ekg
- einsidan
- eyrun
- ea
- fannarh
- grazyna
- gutti
- heimsborgari
- grj
- hannesgi
- hannesjonsson
- helgahaarde
- herdis
- hlynur
- ingisund
- golli
- ingo
- johannalfred
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- karifi
- killerjoe
- kolbrunb
- kristinhrefna
- kristinmaria
- lydur06
- maggaelin
- martasmarta
- olofnordal
- pkristbjornsson
- doktorper
- reynir
- advocatus-diaboli
- danmerkufarar
- stefaniasig
- stebbifr
- eyverjar
- svansson
- villithor
- thorsteinn
- vitinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þögn bæjarstjórnamanna í Hafnarfirði er athygli verð. Þar sem ég þekki til eru flokkarnir klofnir í herðar niður í þessu máli og flestir hafa tekið þann kostinn að hafa hægt um sig, nema VG þeir eru að sjálfsögðu á móti. Þeim er það eðlislægt.
Sveinn Ingi Lýðsson, 3.4.2007 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.