30.4.2007 | 07:44
Eru menntamál kosningamál?
Öflugt og skilvirkt menntakerfi er ein af grunnstoðum samfélagsins og forsenda fyrir vexti þess og velsæld. Undanfarin ár hafa átt sér stað miklar breytingar í skólamálum á Íslandi. Grunnskólarnir voru færðir til sveitarfélaganna, einkaaðilum var gert kleift að stofna og reka, leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Þetta hefur leitt af sér byltingu í námsframboði og hafa tækifæri Íslendinga til þess að mennta sig hafa stóraukist. Ekki nóg með að skólum hefur fjölgað verulega, þá hefur fjölbreytni milli skólanna jafnframt aukist.
Um 97% þeirra sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla og var brautskráningarhlutfallið 84% úr framhaldsskóla árið 2004 samkvæmt tölum OECD. Ef við lítum til háskólanna þá var brautskráningarhlutfallið um 50% árið 2004, en það var hæsta hlutfall innan OECD það árið, en meðaltalið var 34,8%. Á undanförnum árum hafa Íslendingar einnig tekið forystu þegar kemur að fjölda stúdenta í háskólanámi, en árið 2000 voru 10,5% Íslendinga á aldrinum 20-40 ára í háskólanámi, en árið 2004 var þetta hlutfall komið upp í 15% sem setur okkur í fyrsta sæti á norðurlöndunum. Háskólanemum hefur fjölgað stöðugt síðan þessi mæling var framkvæmd og má búast við að næsta könnun færi okkur enn framar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt metnað sinn í að hér á Íslandi sé öflugt menntakerfi og að einstaklingar hafi jöfn tækifæri til náms. Samkeppni og valfrelsi hefur verið innleitt í skólakerfið, ásamt fjölbreytilegu rekstraformi. Aldrei hafa fleiri Íslendingar verið við nám og aldrei hefur meiri fjármunum verið varið til menntunar á öllum skólastigum.
Ef menntamál eru helsta kosningamálið í dag þá þarf Sjálfstæðisflokkurinn ekki að kvíða niðurstöðu kosninga 12. maí því á Íslandi hefur átt sér stað bylting í menntamálum. Auðvitað má alltaf gera betur, en Íslendingar geta verið stoltir af þeim árangri sem náðst hefur undanfarin ár í skólamálum.
Um bloggið
Erlan
Bloggvinir
- otti
- andres
- andriheidar
- arnljotur
- abg
- audureva
- arnih
- astamoller
- vikari
- bleikaeldingin
- borgar
- doggpals
- ekg
- einsidan
- eyrun
- ea
- fannarh
- grazyna
- gutti
- heimsborgari
- grj
- hannesgi
- hannesjonsson
- helgahaarde
- herdis
- hlynur
- ingisund
- golli
- ingo
- johannalfred
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- karifi
- killerjoe
- kolbrunb
- kristinhrefna
- kristinmaria
- lydur06
- maggaelin
- martasmarta
- olofnordal
- pkristbjornsson
- doktorper
- reynir
- advocatus-diaboli
- danmerkufarar
- stefaniasig
- stebbifr
- eyverjar
- svansson
- villithor
- thorsteinn
- vitinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.