Breytingar breytinganna vegna

Þeim fjölgar ört stjórnarandstæðingunum sem halda því fram að skipta þurfi um ríkisstjórn einfaldlega vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið svo lengi við völd. Það kemur reyndar ekki á óvart að stjórnarandstaðan skuli nota þessi rök þar sem þeim hefur ekki tekist að koma með neina haldbæra ástæðu fyrir því hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn ætti að víkja úr ríkisstjórn.

Mikil endurnýjun hefur orðið í frambjóðendahópi flokksins og samkvæmt nýjustu könnunum stefnir í að nærri helmingur þingmannahóps flokksins verði nýir þingmenn, það sama verður hins vegar ekki sagt um stjórnarandstöðuflokkana. 

Jafnframt má benda á að rúmlega helmingur þjóðarinnar treystir Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins best til þess að leiða næstu ríkisstjórn, ekki nóg með það þá vill meirihluti kjósenda að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Þetta bendir til þess að Íslendingar telji að sjálfstæðisstefnan hafi verið þeim farsæl undanfarin sextán ár. Stefna Sjálfstæðisflokksins felur ekki í sér neina stöðnun, heldur á hún enn fullt erindi við þjóðina.  Meðal þess sem stefnan hefur leitt af sér undanfarin ár er lækkun skatta, aukinn kaupmáttur, minnsta atvinnuleysi í Evrópu, stöðugur hagvöxtur, fleiri háskólar, lægri virðisaukaskattur, afnám ákveðinna skatta, erlendar skuldir ríkisins greiddar upp, ríkissjóður rekinn með afgangi á þessu kjörtímabili, framlög til heilbrigðismála með þeim hæstu í heiminum, stóraukin framlög til menntamála og svo mætti lengi telja.

Mikilvægt er að tryggt sé að hér sé viðhaldið frjálsu og umburðarlyndu samfélagi, þar sem allir einstaklingar hafa jöfn tækifæri og skapaðar séu aðstæður þar sem framkvæmdakraftur einstaklinga og fyrirtækja fær notið sín.

Rökin um breytingar breytinganna vegna, eru haldlítil þegar litið er til þess árangurs sem náðst hefur undir forystu Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Erlan

Höfundur

Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Erla Ósk Ásgeirsdóttir

Heimdellingur með meiru.....

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • d-sv4
  • d-rn4
  • d-su2
  • d-su3
  • d-su4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband