Velferð og verðmætasköpun haldast í hendur

Í dag var baráttudagur verkamanna haldinn hátíðlegur. Í tilefni dagsins var farið í kröfugöngur og baráttufundir haldnir víða um land.  Það er gaman að vera Íslendingur á þessum degi verkalýðsins, ég leyfi mér að efast um að hægt sé að finna samfélag þar sem verkamenn hafa það betra en hér á Íslandi.

Hér er nánast ekkert atvinnuleysi, 75% kaupmáttaraukning frá 1994, búið er að greiða niður allar erlendar skuldir ríkissjóðs, öflugt og fjölbreytt atvinnulíf, fjármunum sem varið er til menntunar eru með því hæsta sem gerist í heiminum, hagvöxtur hefur verið um 4,5% á ári að meðaltali frá 1996, skattar hafa verið lækkaðir og hátekju-og eignarskattur lagðir niður og svo mætti lengi telja.

Grétar Már Þorsteinsson, forseti ASÍ sagði norrænu velferðarsamfélögin einkennast af góðri menntun fyrir alla, jöfnuði og jafnrétti og traustum réttindum launafólks. Þetta er sá grunnur sem þjóðfélag þarf að byggja á til að takast á við þau úrlausnarefni sem nútímasamfélög standa frammi fyrir. Ég get nú tekið undir flest af því sem Grétar segir nema kannski jöfnuðinn. Ég tel að það sé okkur ekki til hagsbóta að reyna að steypa alla í sama form þannig að við getum sagt að hér sé jöfnuður, allir hafi það jafnskítt og enginn megi hafa það betra en sá næsti. Ég tel mun mikilvægara að tryggt sé að hér hafi allir einstaklingar jöfn tækifæri.

Ísland er eitt ríkasta land í heimi og mikilvægt að svo verði áfram, því það er ljóst að verðmætasköpun og öflugt velferðarkerfi haldast í hendur.


mbl.is „Velferð fyrir alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tími kominn á það hjá þér að lesa vefgrein mína í dag, sér í lagi seinni hlutann. Hún ber ekki vitni um, að hér ríki "velferð fyrir alla".

Jón Valur Jensson, 1.5.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Erlan

Höfundur

Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Erla Ósk Ásgeirsdóttir

Heimdellingur með meiru.....

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • d-sv4
  • d-rn4
  • d-su2
  • d-su3
  • d-su4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband