www.erlaosk.is

Kæri lesandi,

Ég hef opnað nýja vefsíðu á slóðinni www.erlaosk.is hvet þig til þess að kíkja þar inn....

Bestu kveðjur, Erla


Sigurpartý - taka tvö

Ungir sjálfstæðismenn fagna

Nú er liðin tæplega vika frá því að við Sjálfstæðismenn unnum stórsigur í alþingiskosningunum. Við erum með 25 þingmenn og þar af eru 10 nýja. Við getum verið stolt af þessum glæsilega árangri.

Heimdallur býður öllum þeim ungu sjálfstæðismönnum sem lögðu hönd á plóg í baráttunni í fögnuð í Húsi Verslunarinnar í kvöld, föstudag milli kl. 22 og 24. Ætlunin er að skála fyrir sigrinum og klára bjórinn sem eftir er úr baráttunni.

Hlökkum til að sjá þig

Þakkarkveðja

Heimdallur


Spennan magnast - Ríkisstjórnarsamstarfinu lokið

Nú fyrir stundu var ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks slitið eftir 12 ára farsælt samstarf. Miklar spekúlasjónir hafa verið uppi um framhaldið, en sá tæpi meirihluti sem náðist í kosningum var ekki nægur til þess að hægt væri að halda áfram með samstarfið.

Flokkarnir sem mynduðu með sér kaffibandalagið á síðasta kjörtímabili hafa verið að gera hosur sínar grænar gagnvart Sjálfstæðisflokknum undanfarna daga, enda langþreyttir á því að vera í stjórnarandstöðu. Það kemur reyndar ekki á óvart og það hlítur að teljast eðlilegt að stjórnmálaflokkur vilji komast í ríkisstjórn til þess að koma sínum málefnum til leiðar.

Samkvæmt fréttum þá eru stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á teikniborðinu. Meirihluti þjóðarinnar hlítur að fagna því þar sem fram hefur komið í skoðanakönnunum að flestir vilji sjá samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Nú er bara að bíða og sjá hvort þessir tveir flokkar nái málefnalegri samstöðu .... Ég tel að allar líkur séu á því, og að þetta sé farsæl niðurstaða sem flestir geti vel við unað.


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Partýinu hefur verið aflýst vegna óviðráðanlegra orsaka.

Partýið verður haldið síðar ...


Sigurpartý í Húsi verslunarinnar í kvöld kl. 21.00

Ungir sjálfstæðismenn bjóða stuðningsmönnum í sigurpartý í Húsi verslunarinnar kl. 21.00 í kvöld. Komdu og hjálpaðu okkur að klára bjórinn og skálum saman fyrir sigrinum.

Takk fyrir hjálpina....


Sjálfstæðisflokkur sigurvegari kosninganna

Það var virkilega ánægjulegt að vakna í morgun og sjá að ríkisstjórnin undir forystu Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, hefði haldið velli.  Þetta er glæsilegur sigur og bætir Sjálfstæðisflokkur við sig tæpum 3% og 3 þingmönnum eftir 16 ára setu í ríkisstjórn. Þetta getur ekki annað en talist viðurkenning á þeim glæsilega árangri sem náðst hefur undir forystu flokksins á undanförnum árum með sjálfstæðisstefnuna að leiðarljósi.

 

 

Takk fyrir stuðninginn við

Sjálfstæðisflokkinn og mig

Nú er stelpan orðin 2. varaþingmaður Reykvíkinga.

 

Eftirfarandi einstaklingar verða þingmenn Sjálfstæðisflokksins á næsta kjörtímabili:

 d-sv1d-rs1d-rn1d-rn2d-rn3

d-rs3d-rs4d-rs5d-su1d-sv6

d-su3d-su4d-sv2d-rs2d-rn4

 

  d-na2d-na3d-nv1d-nv2d-nv3

d-sv4d-su2d-na1d-sv5d-sv3

 

 


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttaflutningur ? hjá Fréttablaðinu

Ég sit og horfi á kosningasjónvarpið þar sem ríkisstjórnin heldur velli með 32 menn og meðan ég sit hér og horfi á sjónvarpið kemur Fréttablaðið inn og viti menn þar stendur stórum stöfum á forsíðunni:

STJÓRNIN FALLIN EFTIR  SKELL FRAMSÓKNAR.

Maður getur ekki annað en spurt sig, um hvers konar fréttamennsku sé hér að ræða. Meirihlutinn hefur sveiflast fram og til baka í alla nótt eins og laufblað í vindi. Ég get ekki annað sagt en hér sé um frekar hlutdræga fréttamennsku að ræða. Hvernig komust fréttablaðsmenn að þessari niðurstöðu á undan öllum, án þess að endanleg niðurstaða lægi fyrir?

Án nokkurra sleggjudóma leyfi ég mér að henda hérna fram fyrirsögn á visir.is kl. 05.03 "Stjórnin virðist ætla að hafa það af"

Áhugavert ....


mbl.is Fréttaskýring: Bjargar Íslandshreyfingin stjórnarmeirihlutanum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þriggja flokka vinstri stjórn það sem koma skal?

Skoðanakannanir undanfarna daga hafa sýnt að líkurnar hafa aukist verulega á að hér verði mynduð þriggja flokka ríkisstjórn eftir kosningar. Jafnframt hefur kaffibandalagið líst því yfir að flokkarnir séu tilbúnir í slíka stjórn. Steingrímur J. hefur afsalað sér tilkalli til forsætisráðherrastólsins svo lengi sem hann geti sest við stjórnvölinn, en það er breyting frá því sem áður hefur komið fram.

Slík stjórn yrði án þátttöku Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnmálaflokks Íslands. Mikilvægt er að fólk átti sig á því að við slíkar aðstæður verður erfitt að koma stefnu og hugsjónum flokksins í framkvæmd og fylgja eftir þeirri framtíðarsýn sem flokkurinn starfar eftir.

Ég sé ekki vinstriflokkana tryggja áframhaldandi efnahagslegar framfarir og hagfelld skilyrði atvinnulífsins hér á landi, en það hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert og mun halda áfram að gera.

Fram hefur komið í könnunum að mikill meirihluti þjóðarinnar vill fá ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins og undir forystu Geirs H. Haarde. Þar endurspeglast það traust sem flokkurinn og verk hans undanfarin ár nýtur og til þess að svo geti orðið áfram, þarf Sjálfstæðisflokkurinn að fá góða kosningu á laugardaginn.

Eina leiðin til að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í ríkisstjórn er að setja X við D á morgun laugardag.


Risessan - skemmtilegt fyrirbæri

Ég sá risessuna í morgun í miðbæ Reykjavíkur og verða að segja að það hafi verið mjög skemmtileg upplifun. Ungir sem aldnir þustu út á göturnar til þess að fylgjast með þessu magnaða fyrirbæri. Ég skora á foreldra að taka börnin með og kíkja á risessuna í dag eða á morgun. Þetta er ógleymanleg upplifun fyrir börnin.
mbl.is Þúsundir fylgdust með risabrúðu á gönguför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Erlan

Höfundur

Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Erla Ósk Ásgeirsdóttir

Heimdellingur með meiru.....

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • d-sv4
  • d-rn4
  • d-su2
  • d-su3
  • d-su4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband