Færsluflokkur: Bloggar
17.4.2007 | 13:45
Ungir bjóða í partý á DECO
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 13:20
Við erum svartir við erum hvítir ....
Körfuknattleikslið KR er orðið Íslandsmeistarar. Verð að segja að ég hélt með Njarðvík í fyrstu tveimur viðureignunum, þar sem ég var enn að jafna mig á því hvernig KR-ingarnir fóru með Snæfellingana í síðasta leiknum í undanúrslitunum. Gremjan var svo runnin af mér í gær og því fagna ég því að Vesturbæingar hafi borið sigur úr býtum í gær, þeir áttu það svo sannarlega skilið. Þá hungraði augljóslega meira í sigur en hin liðin sem þurftu að lúta í lægra haldi fyrir þeim röndóttu.
Til hamingju KR-ingar....
KR-ingar Íslandsmeistarar karla í körfubolta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 12:00
Velheppnaður Landsfundur
Nú er velheppnuðum Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lokið. Það voru mörg góð mál sem hlutu brautargengi t.d. skattalækkanir á fólk og fyrirtæki, trúfélög fái heimild til að staðfesta samvistir samkynhneigðra, lækkun áfengiskaupaaldurs, léttvín í búðir, lenging fæðingarorlofs, tekjutenging launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga verði afnumin og margt fleira. Hægt er að sjá stjórnmálaályktun Landfundar Sjálfstæðisflokksins hér: http://xd.is/xd/skipulag/landsfundur/?ew_news_onlyarea=newsarea&ew_news_onlyposition=4&cat_id=33113&ew_4_a_id=276563 hér.
TAKK FYRIR STUÐNINGINN
Takk fyrir stuðninginn í miðstjórn, ég var ein af 11 sem hlaut kjör í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á Landsfundi og er afar þakklát fyrir stuðninginn. Alls voru 25 í kjöri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.4.2007 | 01:23
Landsfundur Sjálfstæðismanna hefst í dag
Landsfundur Sjálfstæðismanna hefst í Laugardalshöll í dag 12. apríl og stendur til sunnudagsins 15. apríl. Þar munu koma saman eitthvað á annað þúsund manns - það verður gaman að hitta sjálfstæðismenn allstaðar af landinu og taka þátt í starfi málefnanefndanna.
Landsfundur er vendipunktur í kosningabaráttunni, um er að ræða stefnumarkandi fund Sjálfstæðisflokksins þar sem línan er lögð. Fundurinn hefur æðsta vald í málefnum flokksins, en á milli Landsfunda fellur það í hlut miðstjórnar. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til setu í miðstjórn, en það verður kosið um setu í stjórninni fyrir hádegi á sunnudag, alls er kosið um 11 sæti. Í stuttu máli þá er framkvæmdastjórn flokksins á höndum miðstjórnar, jafnframt hefur stjórnin úrskurðarvald um allar framkvæmdir á vegum flokksins.
Á þessum tengili má finna nánari upplýsingar um dagskrá fundarins: http://xd.is/xd/skipulag/landsfundur/
Allir eru velkomnir í partý hjá ungum sjálfstæðismönnum föstudaginn 13. apríl í Þróttarheimilinu, smelltu á kortið hér að neðan:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2007 | 18:29
Grænir Sjálfstæðismenn eru þá til
Pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað reynt að mála flokkinn sem "ó-náttúruflokk" sem lætur sig ekki umhverfið varða. Ég veit ekki hvað verður sagt um þetta frumkvæði Sjálfstæðismanna í umhverfisráði Reykjavíkurborgar, það verður fróðlegt að sjá hvaða nöfnum þetta verður nefnt. Ég fagna þessu frumkvæði Sjálfstæðismanna í borginni, þetta er lofsvert framtak sem önnur sveitarfélög mættu taka sér til fyrirmyndar.
- Ókeypis stæði fyrir vistvæna bíla
- Bílar borgarinnar verða vistvænir
- Vistvæn innkaupastefna tekin upp hjá borginni
- Umhverfisskilyrði við byggingu nýrra mannvirkja
- Aðalskipulag Reykjavíkur unnið með sjálfbæra þróun að leiðarljósi
- Leyfilegur tími nagladekkja notkunar styttur
- Efling göngu - og hjólreiðastíga
- Pósthússtræti gert að göngugötu
- Aukin þjónusta í sorphirðu, fleiri möguleikar í flokkun
Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 17:34
Einkaframkvæmd?
Það er gott að þessi mál eru komin í farveg og er það fagnaðarefni að tvöföldun þessara vega hafi orðið ofan á hjá samgönguráðherra, en nú er bara að vona að verkefnisstjórnin velji að setja verkið í einkaframkvæmd. En hvers vegna einkaframkvæmd? Með því að velja einkaframkvæmd getur ríkið nýtt sér kosti einkaframtaksins án þess að einkavæða. Ávinningurinn við slíka framkvæmd er sá að kostir virkrar samkeppni í hönnun, rekstri og byggingu samgöngumannvirkja eru nýttir. Jafnframt má færa rök fyrir auknum möguleika á hagræðingu og nýsköpun með aðkomu einkaaðila.
Útboð á tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar undirbúið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2007 | 00:05
Harka í Vestfirðingnum
Það er ekki spyrja að hörkunni í þessum Vestfirðingum. Lendir í bílveltu stendur upp og lætur skutla sér á fund sem hann var á leiðinni á. Magnaður kraftur í sumum.
Ráðherrann slapp ómeiddur úr bílveltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 18:46
Komin aftur á malbikið
Þá er ég mætt aftur á malbikið, ég skellti mér í Hólminn yfir páskana. Hólmarar láta ekki slá sig út af laginu, en það var gríðarleg stemming í Hólmurum, þrátt fyrir óvænt tap í körfuboltanum síðastliðinn fimmtudag. Það er alltaf jafn yndislegt að dveljast í Stykkishólmi í þessu fallega umhverfi sem bærinn situr í. Það var gaman að hitta alla snillingana sem þar búa og þangað koma yfir hátíðarnar. Það er eitthvað svo heillandi við það að allir þekki alla og þessa sterku samkennd sem er ríkjandi í Hólminum. Hún kemur hvað best í ljós, á Dönskum dögum og á körfuboltaleikjum, að mínu mati.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 16:30
Oddaleikur í dag - ÁFRAM SNÆFELL!!
Í dag kl. 19.15 fer fram oddaleikur í undanúrslitum karla í körfubolta. Snæfell mætir KR í DHL-höllinni í Faxaskjólinu. Ég veit að fjöldi fólks frá Stykkishólmi ætlar að flykkjast á leikinn og styðja okkar menn, enda mikið í húfi. Þetta er fimmti leikurinn í syrpunni og er staðan tvö - tvö. KR fór frekar illa með Snæfell í Fjárhúsinu í Stykkishólmi síðastliðinn mánudag. Ég vona að Hólmarar komi hungraðir í sigur, til leiks í kvöld. Það væri gaman að fá að mæta í Laugardalshöllina á úrslitaleik. Frá því að ég fór fyrst að fylgjast með körfuboltanum þá höfum við aka SNÆFELL tvisvar komist í höllina og einu sinni orðið Deildarmeistarar. Það væri gaman að fara alla leið á þessu tímabili. Hlakka til að sjá alla hólmarana fjölmenna á leikinn, en fólk hefur verið ótrúlega duglegt að mæta á leiki, heima og að heiman. Þetta er eins og að fara á Danska daga, stemmingin er svo mikil og margir brottfluttir hólmarar láta sjá sig.
ÁFRAM SNÆFELL!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 19:28
Kaffibrandarinn búinn?
Eiríkur Bergmann sagði að Kaffibandalagið væri úr sögunni eftir auglýsingu Frjálslyndaflokksins um innflytjanandamál. Formaður Samfylkingar sagði hins vegar að það reyndist ekki rétt. Er samfylkingarfólk virkilega tilbúið til þess að ræða við flokk sem hefur slíka þjóðernisstefnu í innflytjendamálum? Mín tilfinning er sú að þessi hugsun sé ekki hugsuð til enda.
Nú fara Íslendingar í auknu mæli erlendis til þess að mennta sig og íslensk fyrirtæki sækja á erlenda markaði í auknu mæli og öll njótum við góðs af þeirri þekkingu sem einstaklingar og fyrirtæki eru afla erlendis. Viljum við mæta sambærilegri andstöðu erlendis og Frjálslyndi flokkurinn boðar á Íslandi. Ef við ætlum að loka landinu gagnvart útlendingum, þá hlítur það skilyrði að virka í báðar áttir. Við erum hluti af alþjóðlegu samfélagi og viljum vera þáttakendur í því. Það erlenda vinnuafl sem hingað leitar gerir það af mörgum ástæðum og ættum við að vera stolt af því að það þyki eftirsóknarvert að koma til Íslands til þess að dvelja. Ég tel að útlendingar auðgi íslenskt samfélag og geti kennt okkur margt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Erlan
Bloggvinir
- otti
- andres
- andriheidar
- arnljotur
- abg
- audureva
- arnih
- astamoller
- vikari
- bleikaeldingin
- borgar
- doggpals
- ekg
- einsidan
- eyrun
- ea
- fannarh
- grazyna
- gutti
- heimsborgari
- grj
- hannesgi
- hannesjonsson
- helgahaarde
- herdis
- hlynur
- ingisund
- golli
- ingo
- johannalfred
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- karifi
- killerjoe
- kolbrunb
- kristinhrefna
- kristinmaria
- lydur06
- maggaelin
- martasmarta
- olofnordal
- pkristbjornsson
- doktorper
- reynir
- advocatus-diaboli
- danmerkufarar
- stefaniasig
- stebbifr
- eyverjar
- svansson
- villithor
- thorsteinn
- vitinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar