Landsfundur Sjálfstæðismanna hefst í dag

Landsfundur Sjálfstæðismanna hefst í Laugardalshöll í dag 12. apríl og stendur til sunnudagsins 15. apríl. Þar munu koma saman eitthvað á annað þúsund manns - það verður gaman að hitta sjálfstæðismenn allstaðar af landinu og taka þátt í starfi málefnanefndanna.

 

Landsfundur er vendipunktur í kosningabaráttunni, um er að ræða stefnumarkandi fund Sjálfstæðisflokksins þar sem línan er lögð. Fundurinn hefur æðsta vald í málefnum flokksins, en á milli Landsfunda fellur það í hlut miðstjórnar. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til setu í miðstjórn, en það verður kosið um setu í stjórninni fyrir hádegi á sunnudag, alls er kosið um 11 sæti. Í stuttu máli þá er framkvæmdastjórn flokksins á höndum miðstjórnar, jafnframt hefur stjórnin úrskurðarvald um allar framkvæmdir á vegum flokksins.

 

Á þessum tengili má finna nánari upplýsingar um dagskrá fundarins: http://xd.is/xd/skipulag/landsfundur/

Allir eru velkomnir í partý hjá ungum sjálfstæðismönnum föstudaginn 13. apríl í Þróttarheimilinu, smelltu á kortið hér að neðan:

party_13_april_07_2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Erla.

Ég ætla að byrja á því að óska þér innilega til hamingju með þitt kjör í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Þetta er mjög stór áfangi í þínu lífi og því ber að þakka þínum öflugu stuðningsmönnum sem hafa lagt nótt við dag. Það er mín skoðun að Erla Ósk sé framtíðarleiðtogi Sjálfstæðismanna Sem Íslendingar munu taka eftir í framtíðinni. til hamingju Erla

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 15.4.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Erlan

Höfundur

Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Erla Ósk Ásgeirsdóttir

Heimdellingur með meiru.....

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • d-sv4
  • d-rn4
  • d-su2
  • d-su3
  • d-su4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 549

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband